• Anna

Ástvinur þinn mun breytast.

Updated: Nov 10, 2021

Margir syrgjendur sveiflast talsvert í skapi, sérstaklega svona fyrst. Oft er mikill innri óróleiki og uppnám. Gott er að hafa í huga ýmsar breytingar í fari viðkomandi því erfiðir dagar geta komið mismunandi fram hjá hverjum og einum. Stuttur þráður, breytt fas og tilfinningasveiflur geta verið áhrif sorgarinnar. Við vitum ekki á hvaða hátt ástvinur þinn mun breytast, við vitum bara að það er óhjákvæmilegt.


Þú átt erfitt með að finna réttu orðin og vita hvað er rétt að gera, það er allt saman eðlilegt! Alveg eins og ástvinur þinn er neyddur til að vera ,,góð/ur” í sorginni og læra á það flókna ferli að syrgja. Þá getur þú orðið ,,góð/ur” í því að standa við bakið á ástvinum þínum með því að reyna að skilja aðeins betur hvað hún/hann er að ganga í gegnum.Vertu viðbúinn því að þú gætir orðið fyrir hörðum viðbrögðum. Það er ekki endilega á þér eða því sem þú ert að reyna að gera. Ekki reiðast á móti eða gefast upp á viðkomandi þegar þetta gerist. Því vandamálið við reiðina er að það beinist ekki alltaf í rétta átt og syrgjandi einstaklingur áttar sig ekki endilega á þessum sveiflukenndu viðbrögðum og hvernig þau geta haft áhrif á sína nánustu.

Við verðum að vera skýr hér. Viðkomandi er ekki reiður út í okkur, eins erfitt og það getur verið að vera hlutlægur. Við verðum að vera raunsæ varðandi hjálpina sem við getum boðið. Við getum ekki tekið sársaukann frá manneskjunni og reynt að vera einhverjar hetjur. Þrátt fyrir okkar bestu viðleitni getum við ekki breytt ástandinu eða lagað. Það þýðir samt ekki að við getum ekki gert neitt ... það þýðir bara að við verðum að vera raunsæ.


Fólk í sorg, skilur oft ekki þessa tilfinningasprengju sem það kann að upplifa, heldur líður eins og það sé að verða eitthvað ruglað. Þau eru það ekki! Þau eru eðlileg. Þau gætu þurft smá hjálp til að vinna úr öllum tilfinningum sínum, og það er allt í lagi. Þú ert kannski ekki læknir eða sálfræðingur en ef þú getur hjálpað fólki að sjá að það er að upplifa ,,eðlilegar” sorgartilfinningar ertu að færa þeim besta lyfið.


Gefum ástvini okkar svigrúm til að breytast og finna sína leið í gegnum þetta erfiða ferli.


Vinasambönd okkar geta verið sveigjanleg í gegnum það sem dregur á daga okkar í gegnum lífið.84 views0 comments

Recent Posts

See All