• Anna

Ekki segja ekki neitt.

Updated: Mar 13, 2021

Í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum vitum við oft ekki í hvorn fótinn skal stíga. Hvað skal segja? Hvað skal gera? Hvað get ég gert til að vera TIL STAÐAR fyrir ástvin minn? Við viljum oft bara tala um hluti sem veita okkar gleði en það er okkur nauðsynlegt að tala um erfiðleikana líka. Að burðast einn með hugsanir sínar og tilfinningar og fá ekki tækifæri að tjá sig getur verið svo yfir þyrmandi.


Okkar reynsla er sú að þú þarft ekki að vita allt, hvað er best að gera eða best að segja. Það er allt í lagi að spyrja. Með því að spyrja finnur ástvinur þinn fyrir því að þú sért með honum og viljir hjálpa.


Verum óhrædd að tala við ástvini okkar sem ganga í gegnum erfiðleika!


Þeir sem ganga í gegnum sorg eða erfiðleika eru stanslaust meðvitaðir (allvegana fyrst um sinn). Það er engin eða ekkert sem dregur upp sársaukann og dreifa salti í sárin með því að eiga samræður

Sannleikurinn er sá að að við erum ávallt meðvituð um sorgina og erfiðleikana (allavegana svona fyrst um sinn).

Verum óhrædd að tala við ástvini okkar sem ganga í gegnum erfiðleika!
131 views0 comments

Recent Posts

See All