• Anna

Haltu áfram að láta vita af þér. Ekki hika við að hafa samband.

Misskilin tillitsemi er oft ástæðan fyrir því að við höfum ekki samband við ástvini okkar þegar þeir ganga í gegnum erfiðleika. Við kunnum ekki við að hringja og oft höldum við að við séum að trufla og viljum leyfa honum/henni að vera í friði. Símtöl og skilaboð hlýja og gefa til kynna samkennd og umburðarlyndi.


Það má koma með uppástungur um allskonar afþreyingu eins og göngutúra, elda mat saman eða bara tala saman um allt og ekkert og leyfa ástvini þínum að tjá sig ef hann hefur þörf fyrir það.


Við þurfum samt að búa okkur undir það að svarið getur verið nei og það sem virkar fyrir þig þarf ekki endilega að virka fyrir ástvin þinn. Með því að spyrja finnur ástvinur þinn fyrir því að þú sért með honum og viljir hjálpa.
52 views0 comments

Recent Posts

See All