• Anna

Sýndu samúð í verki.

Updated: Apr 4, 2021

Við viljum allt gera fyrir okkar nánasta fólk í erfiðleikum.

Við könnumst öll við setninguna: „Láttu mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig.“

Setningin er falleg og það er hlýlegt að bjóða fram „hvað sem er hvenær sem er“. En sannleikurinn er sá, að ástvinur þinn mun að öllum líkindum ekki biðja um hjálpina. Raunin er sú að okkur finnst óþægilegt að þurfa hjálp eða við erum einfaldlega ekki í fullkomnu jafnvægi líkamlega og andlega til að biðja um hjálpina á tímum sorgar og erfiðleika.


Það sem ástvinurinn þinn þarf er að einhver grípi hann og bjóðist til að gera eitthvað ákveðið. Sem dæmi:


Fara út í búð. Hversdagshlutir eins og að fara út í búð geta verið óhugsandi. Að fara í margmenni eða rekast á aðra á okkar litla landi er ekki auðvelt. „Ég er að fara í búðina og ætla að kaupa það sem þig vantar — endilega sendu mér lista“.


Koma með mat og/eða drykki. Oft er matarlystin lítil sem engin á þessum tímum, gott að reyna að hjálpa viðkomandi að passa upp á að næra sig.


Börn, þegar það á við. Að koma og bjóðast til að svæfa börnin, taka þau aðeins út á róló eða í bíltúr. Bjóða pössun án þess að viðkomandi óski eftir því — það getur verið erfitt að þurfa að biðja um pössun eða þurfa alltaf ástæðu fyrir pössun. Stundum þarf bara smá ró og líka gott fyrir börnin að breyta um umhverfi. Munum að þau eru oftar en ekki líka að ganga í gegnum erfiðleika.


Heimilisverk - Þrífa heimilið — hjálpa með þvottinn. Heimilið fyllist af fólki til að byrja með og orkan til að þrífa eða sjá til þess að það sé gestvænt heima er lítil sem engin. Öllum líður betur þegar allt er hreint og fínt og það minnkar stress og álag.Gerðu það sem þig langar að gera fyrir ástvin þinn og segðu hvað og hvenær þú ætlar að gera það.
79 views0 comments

Recent Posts

See All