• Anna

Segjum nafnið þeirra upphátt. Hvað ef ég gleymi minningunum?

Það tíðkast að skrifa minningargreinar rétt eftir andlát ástvina okkar. Þar er reynt að stikla á stóru um lífið sem þau lifðu og farið yfir einstaka minningar sem tengja okkur svo sterkt við þann einstakling sem er fallinn frá. Með tíð og tíma geta minningar annaðhvort brenglast eða hreinlega þurrkast út, þess vegna er svo mikilvægt að passa upp á minningarnar sem við höfum um ástvini okkar. Það er svo eitt af verkefnum sorgarferlisins að halda minningunum lifandi með því að tala um þær og skrifa þær niður sem eru okkur svo kærar.

Þær eru það dýrmætasta sem við eigum!


Eitt það sem syrgjandi einstaklingur óttast mest er að ástvinur hans muni gleymast. Þegar þú spyrð um eða talar um einhvern sem er fallinn frá með nafni ertu að heiðra lífið sem hann/hún lifði og heldur minningunni á lofti. Við höldum oft að nefna nafn þeirra sem eru fallin frá muni koma syrgjanda í uppnám eða skapa óþægilegt andrúmsloft. En það er ekki rétt!

Fyrir syrgjanda getur það verið mjög huggandi að fá að heyra nafnið þeirra og er góð staðfesting á því að þeim er ekki gleymt.


Flestir hafa tilhneigingu til að tala um dauðann með því að nefna sambandið eða tenginguna sem syrgjandinn hafði við þann sem er látinn. Sem dæmi ,,mamma mín dó." ,,frændi minn dó." ,,maðurinn minn dó." Að gefa syrgjendum tækifæri til að segja nafnið þeirra upphátt er mjög mikilvægt og með því að nefna nafnið þeirra ertu akkúrat að skapa þetta tækifæri fyrir ástvin þinn að deila minningum og segja sögur um ástvin þeirra sem þau misstu.


Það er svo margt tengt sorginni sem fólki finnst óþægilegt og kemur fólki úr jafnvægi. Við erum að vinna okkur í þá átt að breyta þessu. Á meðan að við erum að reyna að breyta menningunni í kringum sorg verðum við að trúa því að það sé pláss fyrir sorgina okkar og fólk vilji hlusta þegar við tjáum okkur um hana.

Því meira sem við tölum um hvernig sorgin er í alvöru eykst skilningur á sorginni og okkur mun ekki líða eins og við séum ein að ganga í gegnum þetta allt saman þegar við svo missum ástvin. Því allir munu einhverntíman á lífsleiðinni ganga í gegnum það að missa einhvern nákomin sér, sumir bara fyrr en aðrir.24 views0 comments

Recent Posts

See All