• Anna

Sorgin á engan lokadag

Það er nokkuð eðlilegt að fólk reikni með því að sorgin sé erfiðust fyrst og sé svo ein bein lína upp á við og verði þar að leiðandi auðveldari. Jafnvel að klassíkin ,,tvö skref áfram, eitt aftur á bak” eigi við sorgina eins og svo margt annað.

En svo er yfirleitt ekki.


Sorgin er ófyrirsjáanleg og í raun ein rússíbanareið yfir allskonar hóla og hæðir. Sumir dagar geta verið fullkomlega eðlilegir og ganga sinn vanagang á meðan aðrir geta slegið þig svo fast niður að manni líður eins og það sé engin leið upp. Dimmir dagar gera ekki boð á undan sér og þeir geta komið aftan að okkur. Þetta á við næstu daga, vikur, mánuði og jafnvel ár. Stór áföll göngum við ekki í gegnum, þau eiga engan ákveðin lokadag. Þau munu fylgja okkur alla tíð hvert á sinn hátt. Við lærum að lifa með okkar áföllum, sorginni eða þeim erfiðleikum sem við fáumst við, en í fæstum tilfellum ,,klárast” þau.


Afhverju skiptir þetta máli: Þegar einhver sem þú elskar er að ganga í gegnum sorg eða erfiðleika er mjög náttúrulegt að óska þess að honum eða henni líði betur. Ekki áætla að þó svo það komi góður dagur og vinur þinn er í góðu jafnvægi að sorgin sé yfirstaðin og allt sé komið í eðlilegt horf.

Haldið áfram að hlúa að ástvini ykkar, haldið áfram að hringja og senda skilaboðin, haldið áfram að vera til staðar.
154 views0 comments

Recent Posts

See All