Vertu til staðar á sem öflugastan hátt. Akkúrat á því augnabliki sem ástvinur þinn þarf á því að halda. Þegar hún/hann opnar boxið blasir við fallegt kort með skilaboðum um boxið. Ef þú vilt, getur þú einnig bætt við stuttum persónulegum skilaboðum, handskrifuð af okkur.

 

Innifalið í gjafaboxinu eru fjórar fallegar gjafir. Gjafirnar er frábrugðnar öðrum gjöfum að því leyti að ekki skal opna þær strax og bara eina í einu. Hvert box hefur sína gjöf og skilaboð um skilning, ást og umhyggju.

 

Þessar vörur hér að neðan fylgja boxinu en vöruúrval getur breyst án fyrirvara.

 

 

  • Angan skincare líkamsskrúbbur: Hreinsandi og steinefnaríkur saltskrúbbur með handtíndum fjallagrösum ásamt nærandi olíum. Skrúbburinn eykur blóðflæði og endurnýjun húðarinnar, skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur raka og mýkir húðina.
  • Vanilla og viður ilmkerti: Ilmurinn hefur róandi áhrif og minnir okkur á að hleypa ljósinu inn. 

  • Eygló rakagefandi dagkrem 15 ml: Andlitskrem sem inniheldur mikið af andoxunarefnum sem lífga upp húðina og fá þurra og líflausa húð til að ljóma. Eygló inniheldur einstaka blöndu af kvöldvorrósarolíu og handtíndum villtum íslenskum jurtum sem næra, mýkja og hafa róandi áhrif á húðina ásamt því að gefa raka.

  • GuaSha náttúrusteinn: Tilvalið er að nota kremið og steininn saman til að auka blóðflæði og draga úr þrota og bólgum.

Til staðar box

12.990kr Regular Price
10.392krSale Price