Gjöfin kemur í brúnu fallegu gjafaboxi frá okkur og fylgja með tvennskonar skilaboð  um skilning, ást og umhyggju. Með því að segja okkur hverjar aðstæður viðtakanda boxins eru hjálpar þú okkur að velja viðeigandi skilaboð fyrir hvert box (sjá næsta skref). Annað tómt spjald fylgir með þar sem hægt er að handskrifa persónuleg skilaboð til viðtakanda (ef valið er að senda beint á viðtakanda boxins þá er hægt að fylla út dálkinn hér til hliðar og við handskrifum skilaboðin fyrir þig).
 
Þú getur einnig valið hvort við sendum persónulega beint á viðtakanda eða við sendum til þín ef þú vilt gefa gjöfina sjálf/ur.
 
Boxið inniheldur:
 
	Angan skincare líkamsskrúbbur: Hreinsandi og steinefnaríkur saltskrúbbur með handtíndum fjallagrösum ásamt nærandi olíum. Skrúbburinn eykur blóðflæði og endurnýjun húðarinnar, skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur raka og mýkir húðina.
		Græðir lífrænn handáburður 50 ml: Græðir lífrænt vottaður handáburður fyrir þurra og þreytta húð. GRÆÐIR hendur inniheldur öfluga blöndu af handtíndum, villtum íslenskum jurtum samkvæmt gamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar í margar kynslóðir.

Dekur box

5.990krPrice