Gjöfin kemur í brúnu fallegu gjafaboxi frá okkur og fylgja með tvennskonar skilaboð  um skilning, ást og umhyggju. Með því að segja okkur hverjar aðstæður viðtakanda boxins eru hjálpar þú okkur að velja viðeigandi skilaboð fyrir hvert box (sjá næsta skref). Annað tómt spjald fylgir með þar sem hægt er að handskrifa persónuleg skilaboð til viðtakanda (ef valið er að senda beint á viðtakanda boxins þá er hægt að fylla út dálkinn hér til hliðar og við handskrifum skilaboðin fyrir þig).

 

Þú getur einnig valið hvort við sendum persónulega beint á viðtakanda eða við sendum til þín ef þú vilt gefa gjöfina sjálf/ur.

 

Hér koma saman margar af vinsælustu vörum Sóley Organics í minni útgáfu.

 

Boxið inniheldur:

 

Steiney andlitsmaski 15 ml: Steiney er maski sem jafnar húðina, örvar efnaskipti fruma, styrkir vefi og dregur úr áhrifum öldrunar. 

Glóey andlitsskrúbbur 15 ml: Andlitsskrúbbur fjarlægir húðflögur, stuðlar að endurnýjun húðarinnar og eykur vellíðan. Þessi djúphreinsandi andlitsskrúbbur stuðlar að sléttri og geislandi húð, dregur úr ummerkjum öldrunar og auðveldar húðinni að drekka í sig næringarefni og raka.

Eygló rakagefandi dagkrem 15 ml: Andlitskrem sem inniheldur mikið af andoxunarefnum sem lífga upp húðina og fá þurra og líflausa húð til að ljóma. Eygló inniheldur einstaka blöndu af kvöldvorrósarolíu og handtíndum villtum íslenskum jurtum sem næra, mýkja og hafa róandi áhrif á húðina ásamt því að gefa raka.

Græðir 5 ml: GRÆÐIR er alhliða, lífrænt vottað, græðismyrsl án allra aukefna.

Sóley Organics box

6.990kr Regular Price
5.592krSale Price