Boxin okkar

Ástvinur þinn er að ganga í gegnum erfiðleika og þú veist ekki hvað þú átt að segja eða gera.

 

Það vilja allir gera eitthvað fyrir þann sem á um sárt að binda. Margir velja blóm, styttur og kort. En marga langar að gera eitthvað meira — en hvað ?

Blóm, styttur og kort geta verið ótrúlega gagnleg. En hvað gerist þegar blómin og kortin hætta að berast en samt koma ennþá dagar sem eru yfirþyrmandi — vikum, mánuðum og jafnvel árum seinna. Sama hvaða erfiðleikaferli það er sem ástvinur þinn er að ganga í gegnum.

 

Það sem skiptir vin þinn mestu máli er að hans nánustu séu til staðar og sérstaklega á dimmu dögunum. Með því að gefa box hefur þú gert það. Þú mætir akkúrat á þeim tíma sem vinur þinn þarf hvað mest á þér að halda.

 

Innifalið í gjafaboxinu eru fjórar fallegar gjafir hver í sínu boxi. Gjöfin er frábrugðin öðrum gjöfum að því leyti að ekki skal opna boxin strax og bara eitt í einu. Hvert box hefur sína gjöf og falleg skilaboð um skilning, ást og umhyggju. 

Boxin gera þér kleift að vera til staðar á réttum tíma, á þeim dögum sem virðast ómögulegir að yfirstíga. Ástvinur þinn getur þá snúið sér að gjafaboxunum og valið sér eitt til að opna og fundið fyrir því að það sé hlúð að sér á sem öflugastan hátt. 

Það er okkar von að við getum haft áhrif á það hvernig við styðjum við ástvini okkar í sorg eða erfiðleikum með því að hleypa ljósinu inn, aftur og aftur.